Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Allt er ókunnugt og því mikilvægt að staðið sé vel að verki þegar kemur að aðlögun. Á meðan á aðlögun stendur er gott að foreldrar kynnist starfsfólki deildarinnar og starfi leikskólans. Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni.
Aðlögun tekur nokkra daga og miðasta fjöldi þeirra alltaf við barnið sjálft, aðlögunardagar eru samt sem áður aldrei færri en fimm og hver dagur hefur ákveðinn tilgang.
Gert er ráð fyrir að aðeins eitt foreldri taki aðlögun með barninu.
Dagur 1 | Barn og foreldri mæta kl. 9:30 og eru saman í leikskólanum til kl. 10:30 |
Dagur 2 | Barn og foreldri mæta kl. 9:30 og eru saman í leikskólanum til kl. 11:30. Foreldri gefur barninu hádegismat í leikskólanum |
Dagur 3 | Barn og foreldri mæta kl 9:15. Foreldri kemur inn með barninu og kveður það kl 9:30 þegar ávaxtastund hefst. Barnið er sótt eftir hádegismat |
Dagur 4 | Barn og foreldri mæta kl. 9:15 og foreldri kveður barnið strax og fer. Barnið er sótt þegar það vaknar eftir lúr |
Dagur 5 | Barn og foreldri mæta kl. 9:15 og foreldri kveður strax og fer. Barn er sótt kl 15:00 |
Hafa ber í huga að þetta er aðeins til viðmiðunar. Tveimur til þremur vikum eftir að aðlögun hefst fá foreldrar símaviðtal frá deildarstjóra.