Innritunarreglur

Umsókn í leikskóla LFA

Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns. Þá er barn skráð á biðlista. Skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er að foreldrar séu ekki í vanskilum við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur.

Breyting á dvalartíma

Hægt er að sækja um breytingu á dvalartíma. Það er gert hjá leikskólastjóra og miðast breytingin við 1. eða 15. hvers mánaðar

Uppsögn á leikskólaplássi

Leikskólaplássi er sagt upp skriflega hjá leikskólastjóra og miðast uppsögnin við 1. eða 15. hvers mánaðar og er uppsagnarfrestur fyrir leikskólapláss einn mánuður.

Forgangur í leikskólann

Sækja má um forgang fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því.

1.       Barna sem eru orðin 5 ára.

2.       Fatlaðra barna og barna með skilgreind þroskafrávik. Vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila skal fylgja umsókn.

3.       Barna sem búa við erfiðleika í félagsumhverfi.

a.       Barnaverndarmál. Vottorð frá félagsmálayfirvöldum skal fylgja  umsókn.

b.       Alvarleg veikindi, alvarleg fötlun eða alvarlegir félagslegir erfiðleikar hjá fjölskyldumeðlimum barnsins. Vottorð frá lækni eða öðrum opinberum aðilum skal fylgja umsókn.

c.       Börn foreldra undir lögaldri (18 ára).

d.       Börn einstæðra foreldra með þrjú eða fleiri börn á framfæri og eldra barnið ekki eldra en 9 ára.

e.       Þríburar.

4.       Barna starfsfólks í leikskólum LFA.