Sælukot

Sælukot er deild fyrir börn frá sex mánaða aldri þangað til þau nálgast tveggja ára Á deildinni dvelja að jafnaði 20 börn. Á deildinni starfa fimm starfsmenn í  100% stöðu.

Á Sælukoti grundvallast starfið á lífgildablómi leikskólans. Í blóminu eru fimm lífsgildi og tileinkum við okkur hvert þeirra í tvo mánuði í senn : Samkennd, Vinátta , Hjálpasemi, Virðing og Kurteisi . Hjá yngri börnum eru lífsgildin lögð inn í daglegum samskiptum í gegnum lög sem við  syngjum eða eða sögur sem við hlustum á, tölum saman og leikum okkur með öðrum. Í anda einkunnarorða leikskólans: Það er leikur að læra.

Dagskipulag  hjá okkur eru :

  • Mánudagar: Hreyfistundir
  • Þriðjudagar: Hópastarf
  • Miðvikudagar: Stöðvavinna
  • Fimmtudagar: Hópastarf
  • Föstudagar: Sameiginleg söngstund / Flæði

Hreyfistundir: Við höfum afnot af íþróttasal leikskólans á mánudögum, ½ dag í senn, annars vegar fyrir hádegi og hins vegar eftir hádegi .Í salnum okkur er margt skemmtilegt hægt að gera. Börnin leika sér í salnum þar sem við þjálfum þau m.a. í grófhreyfingum ,félagslegum leik og í skapandi starfi.

Við á Sælukoti leggjum mikla áherslu á útiveru og  við reynum að fara út á hverjum degi .Hún er öllum holl, styrkir líkama og sál og eflir matarlyst ásamt því að veita góða hreyfingu.

Hópastarf: Í september byrjum við á hópastarfi og erum með hópastarf út apríl. Börnunum er skipt í fjóra hópa,  eftir aldri og þroska barnanna.

Stöðvavinna: Á miðvikudögum vinnum við með þrjár stöðvar  inni hjá okkur til að skapa umhverfi þar sem hægt er að hafa í boði mismunandi efnivið til að vinna með, rannsaka og finna úrlausnir. Starfsaðferð þar sem börnin vinna á sínum forsendum, út frá sínum áhuga. Auðveld leið sem gefur kost á að fylgjast með hvað börnin gera, hvernig þau gera það og hvað þau velja sér og börnin læra að vinna saman í hópum.

Sameiginleg söngstund : Sameiginleg söngstund  í Sælukoti og Sunnukoti. Einu sinni í viku á föstudögum förum við í sameiginlega söngstund. Í desember  þá förum við upp í sal eða inn á deild og syngjum með öllum deildunum.

Á Sælukoti leggjum við áherslu á málörvun, félagsfærni , umhyggju og sjálfshjálp. Daglega eru samverustundir þar sem lesnar eru sögur, sungið, rætt saman og fleira. Samverustundirnar gegna mikilvægu hlutverki fyrir félagsþroskann og málörvunina.á mánudögum er sögustund/ náttúran og umhverfi, á þriðjudögum og fimmtudögum eru Lubbastundir. En á miðvikudögum og föstudögum eru söngstundir.

Lubbastund: Lubbastundir byggjast á bókinni Lubbi finnur Málbein –  íslensku málhljóðin sýnd og sungin. Í bókinni Lubbi finnur málbein er unnið með nám í þrívídd, þá er átt við sjónskyn, heyrnarskyn og hreyfi- og snertiskyn. Með því að vinna með hljóðnám í þrívídd er verið að æfa börnin í að tileinka sér íslensku málhljóðin. Það brúar bilið milli stafs og hljóðs og að lokum kemur þetta börnum á sporið í lestri og ritun.