Bjartakot

Bjartakot er 20-25 barna deild og á henni eru elstu börnin fögurra ára en þau yngstu að nálgast tveggja ára. Börnin eru í skipulögðum leik, fá þjálfun í félagsfærni og gerðar eru kröfur til þeirra hvað varðar mál og sjálfsbjörg.

Á deildinnii er skipulagt hópastarf. Í hópunum eru sex til sjö börn, einn starfsmaður fylgir svo hverjum hóp í hópastarfi, TRAS-vinnustundum og útiveru.

Þessi hópaskipting auðveldar yfirsýn starfsmanna og eykur öryggistilfinningu barnanna. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og þroska. Í hópastarfi er unnið með alls kyns þemu á margsskonar hátt, til dæmis: Ég og leikskólinn, fjölskyldan mín, líkaminn minn og skynfærin, matarræði, hreyfing, heilsa og fleira.

Öll börn fara einu sinni í viku í hópastarf, einu sinni í viku í TRAS-vinnustund og útiveru eins oft og veður leyfir. Söngstund er einu sinni í viku með öðrum deildum leikskólans.

TRAS-vinnustundir eru málörvunarstundir sem hópurinn á í rólegheitum með sínum hópstjóra. TRAS (Tidlig Registrering Av Språkudvikling) er skráning á málþroska sem grundvallast á markvissum athugunum í daglegum samskiptum við barnið. Prófið er byggt á fræðilegum grunni, þar sem leitast er við að svara spurningum sem byggðar eru á niðurstöðum þekkta atferlis- og málþroskakvarða.