Sunnukot

Á Sunnukoti dvelja börn frá sex mánaða aldri þangað til þau nálgast tveggja ára og er þeim skipt í fjóra hópa eftir aldri og þroska. Hópaskipting veitir okkur betri yfirsýn og börnin upplifa meira öryggi.
Vikan okkar lítur nokkurnveginn svona út:  Mánudagur – Útivera, Frjálst, Borðleikir Þriðjudagur – Stöðvarvinna Miðvikudagur – Íþróttasalur, Frjálst, Útivera Fimmtudagur – Hópastarf Föstudagur – Sameiginleg söngstund.
Lubbastund er 2 sinnum í viku í samverum. Lubbastund er málörvun þar sem karakkarnir hjálpa Lubba að læra málhljóðin sem söng og ýmsum öðrum æfingum. 
Í Lubbastund fara börnin inn í herbergi með sínum hópstjóra. Lubbastund er málörvun, við tökum 1-2 málhljóð í hverri viku og í lok annarinnar var tekin upprifjun á öllum málhljóðum. Við syngjum lögin sem fylgja hverju málhljóði, lesum vísuna og notum táknræna hreyfingu fyrir hvert málhljóð. Í Lubbastund erum við með bangsann Lubba og í lokin fá allir að halda á og klappa Lubba. Okkar upplifun er að Lubbi er góð málörvun, þau læra hljóðið fyrir hvern staf og táknræna hreyfingu.