Starfsdegi frestað

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta starfsdeginum okkar sem átti að vera á föstudaginn næsta 7. janúar.

Leikskólinn verður því opinn á föstudaginn 7. janúar og áætlað að leikskólastarfið verði hefðbundum hætti.

Ástæða þess er að nú störfum við mikið hólfaskipt og teljum við óábyrgt að blanda öllu starfsfólki saman þar sem skipulag starfsdagsins okkar býður ekki upp á hólfaskiptingu, þá er einnig hluti starfsfólks í einangrun og sóttkví.

Áætlað er að starfsdagurinn verði föstudaginn 4. febrúar nk. svo gott er að gera ráðstafanir í tíma þar sem þann dag verður leikskólinn lokaður.

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 7.janúar. Þann dag er leikskólinn lokaður

Jólakveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í leikskólanum Korpukoti óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með ósk um notalega samveru og hvíld yfir hátíðirnar.

Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu og öllum þeim tækifærum sem það býður upp á í leik og starfi.

Jólabíó

Í næstu viku er okkar árlega jólabíó og skiptist eins og hér segir:

Mánudagur 13.des:         Sælukot
Þriðjudagur 14.des:        Sunnukot
Miðvikudagur 15.des:     Bjartakot
Fimmtudagur 16.des:     Fagrakot

Þann dag sem jólabíóið er ætlum við að eiga einstaklega notalegar stundir saman og mega öll börn sem vilja mæta í náttfötum og með einn bangsa með sér.

Rauður dagur

Við minnum alla á að það er rauður dagur á morgun, föstudag.
Allir sem vilja mega mæta í rauðum fötum og við ætlum að bralla ýmislegt jólatengt og ekki með rauðum lit

Viðburðadagatal í des

Jólin í Korpukoti

Korpukot 20 ára

Í dag, 19. nóvember, fagnar Korpukot 20 ára afmæli og héldum við daginn heldur betur hátíðlegan. Fyrir hádegi skemmtum við okkur í fjölbreyttum afmælismiðjum. Við máluðu glæsilegar afmælisblöðrur sem prýða munu leikskólann okkar, við hristum okkur og hreyfðum í leikjasmiðju í salnum. Við höfðum það notalegt í lestarsmiðju með Blæ og Lubba vinum okkar, börðum á trommur og hristum bjöllur í tónlistarsmiðju og gáfum ímyndunaraflinu lausan tauminn með moon-sandi, segulkubbum og ljósaborði í skynjunarsmiðjunni.

Börnin á ungbarnadeildunum skelltu sér í stöðvavinnu og léku sér með blöðrur, kubba og fleiri leikföng á meðan þau dilluðu sér við skemmtilega tónlist.

Seinni part dags færðu vinir okkar í Fossakoti okkur bækur að gjöf af tilefninu og kíktu um leið í heimsókn til okkar.

Við hér í Korpukoti áttum yndislegan dag saman.

Lestrarsprettur Lubba

Í næstu viku, þann 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu og í tilefni af honum ætlum að við vera fara í lestrarsprett með Lubba. Við hvetjum ykkur til að lesa með börnunum ykkar vikuna 15.-19.nóv sem og allar aðrar vikur ársins því besta gjöfin sem þú gefur barninu þínu er að lesa fyrir það. Samvera, umræður, orðaforði og málþroski er börnunum svo verðmætt.

Allar nánanir upplýsingar má finna í tölvupósti og á innri vef deildanna.

Ódótadagur

Á morgun er ódótadagur en þá leikum við okkur með alls konar efnivið en engin leikföng. Við leikum okkur með föt, dollur, box og fleira og mega öll börn koma eitt ódót að heiman. Börnin mega þá koma með eitthvað sem er skemmtilegt að leika með sem er þó ekki dót, t.d. eldhúsáhöld, hatta, gömul föt eða þess háttar. Gæta þess þarf þó að ódótið sé hvorki brotthætt eða hættulegt