Korpukot 20 ára

Í dag, 19. nóvember, fagnar Korpukot 20 ára afmæli og héldum við daginn heldur betur hátíðlegan. Fyrir hádegi skemmtum við okkur í fjölbreyttum afmælismiðjum. Við máluðu glæsilegar afmælisblöðrur sem prýða munu leikskólann okkar, við hristum okkur og hreyfðum í leikjasmiðju í salnum. Við höfðum það notalegt í lestarsmiðju með Blæ og Lubba vinum okkar, börðum á trommur og hristum bjöllur í tónlistarsmiðju og gáfum ímyndunaraflinu lausan tauminn með moon-sandi, segulkubbum og ljósaborði í skynjunarsmiðjunni.

Börnin á ungbarnadeildunum skelltu sér í stöðvavinnu og léku sér með blöðrur, kubba og fleiri leikföng á meðan þau dilluðu sér við skemmtilega tónlist.

Seinni part dags færðu vinir okkar í Fossakoti okkur bækur að gjöf af tilefninu og kíktu um leið í heimsókn til okkar.

Við hér í Korpukoti áttum yndislegan dag saman.

Lestrarsprettur Lubba

Í næstu viku, þann 16.nóvember er dagur íslenskrar tungu og í tilefni af honum ætlum að við vera fara í lestrarsprett með Lubba. Við hvetjum ykkur til að lesa með börnunum ykkar vikuna 15.-19.nóv sem og allar aðrar vikur ársins því besta gjöfin sem þú gefur barninu þínu er að lesa fyrir það. Samvera, umræður, orðaforði og málþroski er börnunum svo verðmætt.

Allar nánanir upplýsingar má finna í tölvupósti og á innri vef deildanna.

Ódótadagur

Á morgun er ódótadagur en þá leikum við okkur með alls konar efnivið en engin leikföng. Við leikum okkur með föt, dollur, box og fleira og mega öll börn koma eitt ódót að heiman. Börnin mega þá koma með eitthvað sem er skemmtilegt að leika með sem er þó ekki dót, t.d. eldhúsáhöld, hatta, gömul föt eða þess háttar. Gæta þess þarf þó að ódótið sé hvorki brotthætt eða hættulegt 

Viðburðadagatal í nóv.

Bangsadagur

Á morgun, miðvikudaginn 27. október er alþjóðlegi bangsadagurinn.

Þá mega börnin í Korpukoti koma með bangsa að heiman til að leika með í leikskólanum.

Munum að merkja bangsana svo þeir rati heim aftur. 

Foreldrakaffi

Kæru foreldrar 
Samkv. skóladagatali á að vera foreldrakaffi á eldri deildum leikskólans næstkomandi föstudag, 22.október en vegna Covid19, aðstæðna í samfélaginu og til að verja skólann okkar höfum við ákveðið að fresta foreldrakaffinu um óákveðinn tíma.

Nýtt símanúmer

Korpukot hefur fengið nýtt símanúmer 522 8800

Foreldrafundir

Kæru foreldrar

Við bjóðum ykkur að koma á foreldrafundi til að kynnast starfinu okkar.
Fundirnir verða í salnum eftirfarandi daga


Foreldra barna á Sælukot:              11.október kl. 9:00

Foreldrar barna á Sunnukoti:         12.október kl. 9:00

Foreldrar barna á Bjartakoti:         14.október kl. 9:00

Foreldrar barna á Fagrakoti:         15.október kl. 9:00

Viðburðadagatal í okt.

Blár dagur

Við minnum alla á að það er blár dagur á morgun, föstudag.
Allir sem vilja mega mæta í bláum fötum og við ætlum að bralla ýmislegt með bláum lit