Í dag, 19. nóvember, fagnar Korpukot 20 ára afmæli og héldum við daginn heldur betur hátíðlegan. Fyrir hádegi skemmtum við okkur í fjölbreyttum afmælismiðjum. Við máluðu glæsilegar afmælisblöðrur sem prýða munu leikskólann okkar, við hristum okkur og hreyfðum í leikjasmiðju í salnum. Við höfðum það notalegt í lestarsmiðju með Blæ og Lubba vinum okkar, börðum á trommur og hristum bjöllur í tónlistarsmiðju og gáfum ímyndunaraflinu lausan tauminn með moon-sandi, segulkubbum og ljósaborði í skynjunarsmiðjunni.
Börnin á ungbarnadeildunum skelltu sér í stöðvavinnu og léku sér með blöðrur, kubba og fleiri leikföng á meðan þau dilluðu sér við skemmtilega tónlist.
Seinni part dags færðu vinir okkar í Fossakoti okkur bækur að gjöf af tilefninu og kíktu um leið í heimsókn til okkar.
Við hér í Korpukoti áttum yndislegan dag saman.