Blær opnar lífsgildi

Í dag, 1. mars sneri Blær við öðru krónublaði á lífsgildablóminu okkar og í ljós kom virðing.

Allir eiga skilið að njóta virðingar. Virðing felur í sér að virða reglur heima, í skólanum og annars staðar. Virðing býður upp á lýðræðisleg vinnurögð þar sem allir geta tjáð skoðanir sína óhræddir. Að sýna virðingu felur einnig í sér sjálfsvirðingu. Tal og framkoma sem einkennist af virðingu veitir fólki þá reisn sem því ber.