Í dag, 3. maí sneri Blær við öðru krónublaði á lífsgildablóminu okkar og í ljós kom kurteisi.
Kurteisi er að hlusta á aðra og ekki grípa fram í, hún sýnir öðrum að það sem þeir hafa að segja er okkur þýðingarmikið og jafn mikilvægt og það sem við höfum að segja. Mikilvægt er að sýna ollum einstaklingum kurteisi, þannig virðum við náungann.