Deildir Fossakots

Fossakot er þriggja deilda leikskóli sem tekur á móti börnum við 9 mánaða aldur og býður upp á vistun þar til skólaganga hefst.
Við leggjum okkar metnað í að öll börnin finni fyrir öryggi, að þau efli málþroska sinn og félagsfærni auk sjálfmyndar og að þau öðlist sterka trú á sjálfum sér.
Við berum virðingu fyrir börnunum, þörfum þeirra og tilfinningum.