Litlakot

Litlakot er 20 barna deild og þar starfa 5 starfsmenn, þar dvelja börn frá sex mánaða aldri þangað til þau nálgast tveggja ára
Deildinni er skipt upp í 4 hópa og eru 4 – 6 börn í hverjum hóp eftir aldri og þroska.
Hverjum hóp fylgir svo einn starfsmaður sem er hópstjóri hópsins.
Þessi hópaskipting auðveldar yfirsýn starfsmanna og eykur öryggistilfinningu barnanna.
Öll börn fara þrisvar í viku í hópastarf, einu sinni í viku í Lubbastund, einu sinni í fínhreyfingar og einu sinni í grófhreyfingar.
Lubbastund: Málörvun – Lubbi er hundabangsi sem er ótrúlega mikill vinur barnanna. Allar lubbastundir byrja á knúsi frá Lubba fyrir hvert barn. Við hlustum á eitt málhljóð í 2 – 4 vikur og vinnum með það.
Við syngjum lögin sem fylgja hverju málhljóði, lesum vísuna og notum táknræna hreyfingu fyrir hvert málhljóð. Í lok annarinnar er svo tekin upprifjun með öllum hljóðum.
Okkar upplifun er að Lubbi sé góð málörvun.

Fínhreyfing: Þegar við þjálfum fínhreyfingar er margt sem við notum til þess að hjálpa okkur. Við t.d pússlum, málum, pinnum og fleira sem felst í því að nota hendurnar okkar.
Grófhreyfingar: Þegar við æfum okkur í grófhreyfingum þá notum við allan líkamann. Þetta eru stórar hreyfingar og þær þjálfum við t.d með útiveru, boltaleik og fleira.