Leikskólinn Fossakot er staðsettur við Fossaleyni 4 í Grafarvogi. Skólinn var stofnaður þann 18. september 1997 og í mars 1999 opnaði þriðja deildin í nýrri viðbyggingu. Fossakot er sjálfstætt rekinn skóli og aðili að Samtökum sjálfstæðra skóla, rekstraraðili skólans er LFA ehf.
Húsnæði Fossakots er 580 fm. að stærð og steinsteypt, viðbyggingin er einingahús. Húsnæðið er hannað sem leikskólabygging og þarfagreining unnin af fagaðilum ásamt arkitektum hússins.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og er fyrir börn frá 9 mánaða eða frá því að fæðingarorlofi foreldra lýkur og fram að skólaskyldualdri sem hefst við grunnskóla. Í Fossakoti dvelja allt að 80 börn samtímis í 8 – 8,5 klst. vistun. Leikskólinn er opinn frá 7:30 – 16:30.
Deildar leikskólans eru fjórar þ.e. Litlakot, Krílakot, Krakkakot, og Stórakot. Börnunum er raðað á deildir eftir aldri og getur aldursskipting verið breytileg ári til árs þar sem hún ræðst af barnahópnum hverju sinni. Stöðugildi eru 15 og fer fjöldi starfsmanna á deild eftir aldri barnanna.
Stjórnendateymi
Leikskólastjóri LFA er Kristín Björk Viðarsdóttir
Aðstoðaleikskólastjóri er Katrín María Emilsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Nína Berglind Sigurgeirsdóttir
Leikskólastjóri er yfirmaður leikskólans, faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldisstarfinu og rekstri leikskólans.
Deildarstjórar og leikskólakennarar bera ábyrgð á uppeldisstarfinu og barnahópnum á sinni deild.
Leiðbeinendur vinna undir handleiðslu deildarstjóra að uppeldisstarfinu, bera ábyrgð á sínum barnahóp og foreldrasamstarfi við þá.
Matráður sér um matseld, innkaup og þvotta. Matráður er Natalia Kachalina
Ræsting sér um þrif.
Trúnaður – tilkynningaskylda
Leikskólinn leggur áherslu á að fullur trúnaður ríki um allar upplýsingar er varða börnin og foreldra þeirra. Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um málefni sem hann fær vitneskju um í starfi sínu. Allt starfsfólk leikskólans undirritar þagnarheit við ráðningu sem helst þó af störfum sé látið.
Ef starfsfólk leikskólans telur að líkamlegum og/eða andlegum þörfum barns sé ekki sinnt ber að tilkynna það til Barnavernd sbr. 17. gr. laga um barnavernd.