Krílakot

Krílakot er 15 barna deild og á henni dvelja börn frá sex mánaða aldri þangað til þau nálgast tveggja ára

Börnunum er skipt í 3 hópa og hefur hver hópur sinn hópstjóra. 

Skipting í hópa fer eftir aldri og þroska barnanna.
Börnin sitja með sínum hóp í hádegismat og í síðdegishressingu.
Þau fylgja hópstjóra í skipulögðu hópastarfi, útiveru og í Lubbastund.
Hópaskipting veitir okkur betri yfirsýn og börnin upplifa meira öryggi.

Hópastarfið er skipt á fjóra vegu og fer hver hópur einu sinni í viku í Lubbastund, dúkkukot, fín-, og grófhreyfingar. 
Fínhreyfingar felast í því að nota hendurnar og er ýmist málað, plúskubbað, púslað o.s.frv.

Grófhreyfingar felast í því að nota allan líkamann, útivera, leikur inni í herbergi o.s.frv.

Í Lubbastund fara börnin inn í herbergi með sínum hópstjóra. 

Lubbastund er málörvun, við tökum 1-2 málhljóð í hverri viku og í lok annarinnar var tekin upprifjun á öllum málhljóðum. 

Við syngjum lögin sem fylgja hverju málhljóði, lesum vísuna og notum táknræna hreyfingu fyrir hvert málhljóð. 

Í Lubbastund erum við með bangsann Lubba og í lokin fá allir að halda á og klappa Lubba. 

Okkar upplifun er að Lubbi er góð málörvun, þau læra hljóðið fyrir hvern staf og táknræna hreyfingu.