Kæru foreldrar
Á morgun, þriðjudaginn 4. okt, er dótadagur hjá okkur á eldri deildum leikskólans, Krakkakoti og Stórakoti. Börnin mega koma með eitt leikfang að heiman í leikskólann.
Við minnum á að merkja leikfangið.

Kæru foreldrar
Á morgun, þriðjudaginn 4. okt, er dótadagur hjá okkur á eldri deildum leikskólans, Krakkakoti og Stórakoti. Börnin mega koma með eitt leikfang að heiman í leikskólann.
Við minnum á að merkja leikfangið.

Á morgun, þriðjudag er útidótadagur í Fossakoti á eldri deildum leikskólans (Krakkakot og Stórakot). Þá mega þau sem vilja, koma með dót af heiman til að leika með í útiveru. Við minnum ykkur á að merkja dótið vel svo það skili sér aftur heim í lok dags.

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudagin 9.september. Þann dag er leikskólinn lokaður.

Kæru fjölskyldur.
Við í leikskólanum Fossakoti óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og vonum að þið eigið góðar samverustundir í sumarfríinu.
Við viljum um leið þakka fyrir ánægjulegt samstarf á skólaárinu sem er að líða og hlökkum til að taka á móti nýju skólaári í haust.
Við opnum aftur fimmtudaginn 4. ágúst

Leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfa 6. júlí – 3. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Við opnum aftur fimmtudaginn 4. ágúst.

Á föstudaginn, þann 24. júní verður sumarhátíð Fossakots haldin. Þá verður heldur betur fjör hjá okkur í leikskólanum, það verða pylsur í hádegismat, hoppukastalafjör og Krakkahestar munu kíkja í heimsókn til okkar í boði foreldrafélagsins.
Við hlökkum mikið til 🙂
Sumarhátíðin okkar er foreldralaus skemmtun.

Kæru foreldrar.
Fimmtudag og föstudag langar okkur að bjóða ykkur í heimsókn til okkar í leikskólann á milli kl. 15 og 16
Fimmtudaginn 9. júní er opið hús fyrir foreldra barna á Krakkakoti og Stórakoti
Föstudaginn 10. júní er opið hús fyrir foreldra barna á Krílakoti og Litlakoti

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 27. maí.
Þann dag er leikskólinn lokaður.

Á morgun er útidótadagur í Fossakoti. Þá mega þeir sem vilja, koma með dót af heiman til að leika með í útiveru. Við minnum ykkur á að merkja dótið vel svo það skili sér aftur heim í lok dags.
